Ný heimasíða í vinnslu
Ný heimasíða fyrir Grænagarð er í vinnslu.
Ný heimasíða fyrir Grænagarð er í vinnslu.
Leikskólinn Grænigarður er á Flateyri, hann er staðsettur í miðju bæjarins þar sem er stutt í allt, fjöruna, fjöllin, hvítu ströndina og sveitina.
Grænigarður er rekinn af Ísafjarðarbæ og opnaði formlega 1.desember 1996. Leikskólinn er opinn frá 7:45 - 16:15 og
Við leggjum sérstaka áherslu á að taka vel á móti öllum börnum og foreldrum. Við viljum að allir finni fyrir vingjarnlegu viðmóti og trausti. Samvinna foreldra og leikskóla byggist á gagnkvæmri virðingu í opnum samskiptum og við sýnum fjölbreyttum fjölskyldugerðum og menningu skilning og virðingu. Foreldrar bera frumábyrgð á uppeldi og menntun barna sinna og við leggjum þess vegna áherslu á góða samvinnu kennara og foreldra.
Upplýsingaflæði milli leikskóla og heimilis er mikilvægt og foreldrar eru alltaf velkomnir í leikskólann til að fylgjast með starfinu. Foreldrum er boðið á ýmsar uppákomur í leikskólanum sem eru auglýstar sérstaklega.
Gildi leikskólans eru: Leikur - Gleði - Vinátta